Leiðbeiningar fyrir umsjónaraðila dagskrár og viðburða.

Nýskráning

Allir umsjónaraðilar þurfa að nýskrá sig til þess að hafa aðgang að skráningarformi og geta breytt sínum viðburðum.

nyskraning

Við nýskráningu sendist lykilorð sjálfkrafa í tölvupósti á netfangið sem þú gafst upp.

 

Innskráning með notandanafni og lykilorði.

login

Skráning viðburðar

skra-vidburd2

Leiðbeiningar fyrir skráningu viðburða:

1. Titill
Hver er titill viðburðarins? Dæmi: Skoppa og Skrítla.

 

2. Lýsing á viðburði
Settu inn lýsingu á viðburðinum.

 

3. Umsjónaraðili
Smelltu á plúsinn (+) til að setja inn nýjan umsjónaraðila.

Settu inn upplýsingar um umsjónaraðila s.s. nafn, lýsingu, síma, netfang og vefsíðu.

 

4. Flokkur
Merktu við þann flokk eða flokka sem viðburðurinn á að fara undir.

 

5. Staðsetning
Smelltu á „Velja hér“ til að athuga hvort staðsetningin er á listanum, ef ekki smelltu þá á plúsinn (+) og settu inn nýja staðsetningu.

  • Lýsing eða nafn á staðsetningu viðburðar
  • Heimilisfang (götuheiti, götunúmer eða staður). Skrifaðu götuheiti og númer ef það er til, kommu, og Reykjavík þar fyrir aftan eða nafn á stað.
  • Smelltu á Hnappinn Skrá staðsetningu“ til að sækja Google kortið.
  • Dæmi: Geirsgötu 9, Reykjavík
    Dæmi: Harpa, Reykjavík

     

    6. Veldu dag og tíma
    Veldu dag og tíma fyrir viðburðinn. Ef hann er allan daginn þá hakar þú við „Allan daginn“. Ef ekki þá setur þú inn tímana frá og til kl. Ef viðburðurinn er með fleiri tímasetningar þá setur þú þær inn í reitina fyrir neðan.

     

    7. Myndir
    Settu inn mynd með viðburðinum. Athuga að hafa hana ekki of stóra og í JPG, PNG eða GIF formi.

     

    8. Skrá viðburð
    Þegar þú ert búin/n að fylla út formið smelltu þá á hnappinn og viðburðurinn fer í samþykktarferli.

    Starfsmenn hátíðarinnar fara yfir upplýsingarnar og samþykkja ef allt er í lagi og birtist viðburðurinn þá á vefnum.

    Ef það þarf að laga eitthvað eða breyta þá látum við þig vita og getur þú þá innskráð þig og gert þær breytingar sem þarf að gera.

     

    Stjórnborð umsjónaraðila

    stjornbordUndir stjórnborðinu eru tenglar til þess að:

    • Breyta viðburðum sem þú hefur sett inn.
    • Breyta lykilorði eða öðrum skráningarupplýsingum.

     

    Smelltu hér til að Nýskrá þig.