Alliance húsið var byggt á árunum 1924 til 1925 sem saltvinnsluhús, fyrir Alliance félagið, sem var fyrsta togaraútgerðarfélag Íslands.
Það má sjá augljós ummerki um vinnsluna í húsinu, meðal annars á gólfum og veggjum.
Á Sögusafninu er einnig myndasýning í meginsal hússins, þar sem sjá má ljósmyndir af vinnslunni í og í kringum húsið, þar sem fiskurinn var breiddur til þerris eða settur í stakka.
Það er öllum velkomið að koma við í Sögusafninu og skoða þessar myndir, einnig liggur frammi bókin Hér heilsast skipin: Saga Faxaflóahafnar, sem safnið fékk að gjöf við 100 ára afmæli hafnarinnar.
Einnig hvetjum við gesti á að gefa sig á tal við starfsfólk safnsins, sem lumar á ýmsum skemmtilegum og lítt þekktum fróðleik um húsið og vinnsluna.
//Alliance house was built in 1924 to 1925 for Alliance. At the Saga museum is a picture exhibition where guests can view pictures of how the work around the fish was at the Alliance house.
Everyone is free to stop by the Saga museum and view the exhibition. We encourage guests to talk to the staff, they have might have some unknown knowledge about the house and the work that was done there.