Hin árlega sýning Faxaflóahafna fyrir Sjómannadaginn er að þessu sinni helguð örlagasögum úr íslensku samfélagi sem á einn eða annan hátt tengdust lífæð borgarinnar, Reykjavíkurhöfn. Um er að ræða frásagnir af viðburðum í daglegu lífi Íslendinga á árum áður. Sýningin er tvískipt og á minni sýningarspjöldum er fjallað um komu vísindaleiðangra til landsins og forvitinna ferðamanna þegar landið var að mestu ókannað.
Höfundar sýningar eru Guðjón Ingi Hauksson, sagnfræðingur, og Guðmundur Viðarsson, ljósmyndari. Ljósmyndir eru úr einkasöfnum, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, frá Morgunblaðinu og Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin opnar á Sjómannadaginn og stendur til októberloka við Miðbakka Reykjavíkurhafnar.
Einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðu sýningarinnar https://myndskopun.wixsite.com/2019syning
//The annual Faxaflóahafna exhibition this year is dedicated to stories from the Icelandic community that connect to Reykjavík harbor in one way or another.
The authors are Guðjón Ingi Hauksson, historian, and Guðmundur Viðarsson, photographer. The exhibition opens on Sailorsday, 2nd of June until october by Miðbakki at Reykjavík harbor.
Further information can be found at their website https://myndskopun.wixsite.com/2019syning