Á Hátíð hafsins opnar Sjóminjasafnið í Reykjavík dyr sínar fyrir gestum og býður frían aðgang inn á nýlega grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár.

Sýningin fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátarnir viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, og sett fram á lifandi hátt með gripum og textum, myndum og leikjum. Sýningin er byggð kringum aðalpersónu þessarar sögu: Fiskinn sjálfan. Honum er fylgt eftir úr hafinu í netið, um borð í bátinn og að landi, í gegnum vinnslu – og loks á diskinn.

Fyrir yngstu gestina er boðið upp á skemmtilegan ratleik um sýninguna og verðlaun í boði fyrir góðan árangur.

Á neðri hæð safnsins er tímabundin sýning – Melckmeyt 1659. Sýningin fjallar um neðansjávar fornleifarannsókn á hollenska kaupskipinu Melckmeyt sem sökk við Flatey á 17. öld.

Á veitingastaðnum Messinn Granda sem er staðsettur í sama húsi og Sjóminjasafnið verður veglegt fiskihlaðborð með ferskum fiski beint frá markaði frá kl. 11.30-13.30 og í kjölfarið ljúffengar kaffiveitingar og gott tilboð á barnum.

// Reykjavík Maritime Museum offer free entrance to their new exhibition.

Games for children with prices for good effort.

Messinn restaurant will have their fishbuffet with fresh fish from 11:30-13:30. Coffee and good prices on the bar.

|||::
|||::