„Af íslandssléttbökum í Kaupmannahöfn: íslenskur náttúruarfur eða danskur menningararfur?“
Erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu, laugardaginn 1. júní kl. 13.

Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, mun segja frá verkefni sem Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðisafn Danmerkur vinna að og fjallar um rannsókn á beinagrindum tveggja sléttbaka sem veiddust við Ísland 1891 og 1904 og eru varðveittar í Kaupmannhöfn. Íslandssléttbakar (Eubalaena glacialis) voru eitt sinn algengir í norðanverðu Atlantshafi en eru nú í mikilli útrýmingarhættu. Greint verður frá náttúrusögu tegundarinnar, heimildavinnu um hvalina tvo í Kaupmannahöfn, vikið að merku og nýuppgötvuðu framlagi Jóns lærða Guðmundssonar í tengslum við hvalina og sagt frá nýlokinni háskerpu þrívíddarskönnun á annarri beinagrindinni. Þá verður vikið að vinnu Náttúruminjasafnsins við að sannfæra Dani um að afhenda Íslendingum til langs tíma aðra beinagrindina, enda um náttúruarf að ræða sem tilheyrir Íslandi.

//“Of North Atlantic right whales in Copenhagen: Iceland´s natural heritage or a Danish cultural heritage?“
Presentation in the lecture hall of the National Museum at Suðurgata, Saturday 1st. of June at 1 pm.

Hilmar J. Malmquist director of the Icelandic Museum of Natural History will discuss a mutual project that the Icelandic Museum of Natural History and the Natural History Museum of Denmark are working on.
The project is a scientific study of two right whale skeletons (Eubalaena glacialis) that were caught in Iceland in 1891 and 1904 but are preserved in Copenhagen.
E. glacialis was once a common species in the northern Atlantic but is today classified as an endangered species (EN, IUCN Red list).
Hilmar´s presentation will include an overview of the natural history of the species, the story behind the two skeletons in Copenhagen and relations to a newly discovered work by Jón lærði „the educated” Guðmundsson (1574–1658).
An account will also be given on a recent project of HD 3D scanning of one of the skeleton and the museum ́s effort to have one of the skeleton returned to Iceland, as a part of Iceland’s natural heritage.

|||::
https://www.google.com/maps/place/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0minjasafn+%C3%8Dslands+%2F+National+Museum+of+Iceland/@64.1416813,-21.9507373,17z/data=!3m1!4b1!4m5!3m4!1s0x48d60b31aec1a1af:0xd8fee6280b663c95!8m2!3d64.141679!4d-21.9485486
|||::
https://www.google.com/maps/place/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0minjasafn+%C3%8Dslands+%2F+National+Museum+of+Iceland/@64.1416813,-21.9507373,17z/data=!3m1!4b1!4m5!3m4!1s0x48d60b31aec1a1af:0xd8fee6280b663c95!8m2!3d64.141679!4d-21.9485486