Hátíð hafsins
Þeir sem standa að baki hátíðarinnar eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum.
Hátiðarsvæðið
Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. Útisvið á Grandagarði verður með skipulögðum viðburðum, bæði laugardag og sunnudag.
Í ár er Sjómannadagurinn tileinkaður 100 ára Fullveldisafmæli Íslands, enda órjúfanlegur hluti af sögu lands og þjóðar.