Hátíð hafsins er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við góða skemmtun.

Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð
en hátíðin er í raun sameining tveggja hátíða,dagskra-bryggjan
þ.e. á Hafnardeginum sem er á laugardeginum
og Sjómannadeginum sem er á sunnudeginum.

Þeir sem halda utan um framkvæmd
hátíðarinnar er viðburðafyrirtækið Concept Events. Framkvæmdastjóri er Dagmar Haraldsóttir.

Árið 2017 verður Sjómannadagurinn haldinn á öðrum sunnudegi júnímánaðar, eða þann 11.júní, þar sem hvítasunnudag ber upp á fyrsta sunnudag í júní að þessu sinni.

Lögum samkvæmt færist Sjómannadagurinn aftur um viku ef hann lendir á sama degi og hvítasunnudagur.

Árið 2017 verða 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað.

Hátíðin fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalög.

sjo   logo-faxafloahafnir

logo-faxafloahafnir

Höfnin hefur frá lokum hafnargerðar verið þungamiðja atvinnulífs í Reykjavík. Þorri bæjarbúa bjó steinsnar frá höfninni, þangað áttu allir erindi og byggðin þróaðist út frá henni. Ysinn við höfnina var mælikvarði á efnahagsástandið í þjóðfélaginu. Í dag býr meirihluti landsmanna svo nálægt Reykjavíkurhöfn, að akstur þangað tekur vart meira en fimmtán mínútur og um höfnina liggur þjóðleið á sjó og landi til allra landsmanna.

Hlutverk hafnarinnar hefur því lítið breyst, þó allt sé nú stærra í sniðum og hætt er að kalla hana lífæð borgar og þjóðar.

Lesa meira:
www.faxafloahafnir.is/

sjo

Um Sjómannadagsráð

Sjómannadagsráð á og rekur Hrafnistu í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, Happdrætti DAS  orlofssvæðið að Hraunborgum Grímsnesi, Naustavör ehf. og Laugarásbíó sem leigt er til Kvikmyndahússins ehf.

Jafnframt er Sjómannadagsráð aðili að fulltrúaráði hjúkrunarheimilanna Skjóls og Eirar.

Enn fremur annast Sjómannadagsráð sjálft hátíðarhöldin á sjómannadaginn í Reykjavík sem aðili að Hátíð hafsins og gefur út Sjómannadagsblaðið.