Hátíð hafsins er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við góða skemmtun.

Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð
en hátíðin er í raun sameining tveggja hátíða,dagskra-bryggjan
þ.e. á Hafnardeginum sem er á laugardeginum
og Sjómannadeginum sem er á sunnudeginum.

Þeir sem halda utan um framkvæmd
hátíðarinnar er starfsfólk Concept Events.

Í ár (2017) verður haldið upp á 80. ára afmæli Sjómannadagsins og að 100 ár voru liðin frá því að  Reykjavíkurhöfn var tilbúin.

Hátíðin fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, sjómenn, fisk, ýmsan fróðleik og sjómannalög.

sjom.1938-230x230Sjómannadagurinn var haldinn fyrst á Ísafirði og í Reykjavík hinn 6.júní árið 1938. Hann breiddist fljótt út um þorp og bæi við sjávarsíðuna og varð víða að mestu vorhátíð byggðarlagsins. Þessi mynd er frá 6. júní 1938, þegar Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega í fyrsta skiptið í Reykjavík. Hátíðarhöld fyrir framan styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholti. Mikill mannfjöldi er umhverfis styttuna, bifreiðar í forgrunni. Í baksýn má m.a. sjá svokallað Listvinahús og til hægri hús við Frakkastíg.

Sjómannadagurinn er fyrst og fremst sérstakur hátíðisdagur tileinkaður sjómönnum og haldinn fyrsta sunnudag í júní, nema sá dagur sé hvítasunnudagur, þá er sjómannadagurinn viku síðar. Þeirri reglu hefur verið fylgt frá því 1938 en þá var fyrst boðað til sérstaks sjómannadags. Árin 1965-1968 var þó sú undantekning gerð að halda sjómannadaginn í maímánuði.

Árið 1996 reisti Sjómannadagsráð Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Letrað er á þann minnisvarða nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annara sæfara að ósk ættingja eða útgerðar.  Minnisvarðinn er sameininlegt tákn um að við munum þá alla.  Á Sjómannadaginn 2007 höfðu 453 nöfn verið letruð á minningaröldurnar.

„Því ég kalla á þig með nafni“.
Og yfir land og ál
ber hið undurbjarta mál,
sem í ástúð vorsins mildar harma rótt.

Þorsteinn Hallgrímur Gunnarsson-MINNINGARSTEINN

Framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn hófust fyrir  um 100 árum síðan eða árið 1913.

Fiskmarkaður við Reykjavíkurhöfn þar sem fiskverkunarhús Brims stendur nú. Áður en flugsamgöngur hófust var Reykjavíkurhöfn hlið Íslands við umheiminn.

Fiskmarkaður við Reykjavíkurhöfn þar sem fiskverkunarhús Brims stendur nú. Áður en flugsamgöngur hófust var Reykjavíkurhöfn hlið Íslands við umheiminn.

AgustHátíð hafsins er fjölskylduhátíð sem leggur áherslu á fróðleik um hafið og matarmenningu hafsins í bland við góða skemmtun

Hafið er matarkista og frá upphafi Íslandsbyggðar höfum við sótt björg í bú í hafið. AÐ venju leggur Hátíð hafsins áhersla á síld og makríl en saman skila þessar tvær tegundir langmestum verðmætum útfluttra sjávarafurða. Síldina þekkja flestir en makríllinn er ný og spennandi afurð. Þessar tvær tegundir verða matreiddar og boðnar hátíðargestum með aðstoð hins eina og sanna síldarfræðings Úlfs Bergmanns sem mun útbúa ljúffeng síldarsalöt. Þá verður í boði hið gómsæta Makríl- pate, flutt alla leið frá austfjörðum , súrsaður hvalur og niðursoðin þorsklifur sem þykir herramannsmatur víða erlendis eins og t.d. í Frakklandi.

 

minnisvTogarinn Skúli fógeti strandaði aðfaranótt 10. Aprí 1933 á skeri í Albogavík vestan við Staðahverfi í Grindavík og fórust þar 13 menn en 24 björguðust. Löngu síðar fannst mannslík,óþekkjanlegt, en talið vera af skipverja á Skúla fógeta og var líkið jarðað í Fossvogskirkjugarði og settur kross á leiðið þar sem letrað var á hann „leiði óþekkts sjómanns“.

 

Þann 16. nóvember 1938 var minnisvarði afhjúpaður í Fossvogskirkjugarði á leiði óþekkta sjómannsins. Ríkarður Jónsson myndhöggvari gerði myndina. Á ári hverju er blómsveigur lagður á leiðið á Sjómannadaginn.