BRYGGJUSPRELLIÐ

Bryggjusprellið var í fyrsta sinn sett upp á Hátíð hafsins 2013 og sló strax í gegn, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.

Sagan á bak við það var að okkur lanngaði til að leggja meiri áherslu á hafið og umhverfi þess, endurnýta efni o.s.fr.v og því var leitað til Lindu Stefánsdóttur með útfærslu á því.

Í ár munum við ekki setja upp Bryggjuprellið við Rastargötu þar sem verið er að byrja að byggja á þessum stað. Því munum við færa Bryggjusprellið yfir á Grandagarð (við Sjávarklasann). Það verður þó eitthvað með öðru sniði auk þess sem Sæbjörgin mun verða hluti af Bryggjusprellinu sem nú mun bera nafn með rentu þar sem það er staðsett á bryggju.

 

 

_JOR3478 - Copy _JOR46172013-05-30 19.38.56 2013-05-30 19.39.20

ENDURNÝTUM ALLT SEM HÆGT ER

Allt sem nýtt er í Bryggjusprellið er efni sem notað er með einum eða öðrum hætti í sjávarúTveginum. Gamlar baujur, net, rafmagnskefli, bretti og fiskikör svo fátt eitt sé nefnt. Úr því og ótrúlegrar hugmyndaorku Lindu verður til þetta fallega og skemmtilega sjávartívólí.

lINDA2013-05-30 19.38.56

Viku fyrir hátíðina mætir Linda ásamt fríðu föruneyti og tæmir allar geymslur hjá fyrirtækjunum í kring, þeim og okkur til mikillar gleði. Þá er byrjað að binda saman, saga, negla, smíða, binda og bara allt sem þeim dettur í hug að gera við þessar dásemdar dýrgripi tengda hafinu. Okkur finnst þetta miklu skemmtilegra en hoppiskastalar og tívolítæki:)